Veldu afþreyingu

Skíðavikan 2016

Þriðjudagur 22. mars

15:00
Páskamarkaður Hvestu hæfingarstöð

Kerti og ýmiskonar handverk til sölu. Kaffi og meðlæti í boði.

20:00
Tónleikar í Edinborgarsal

Tónleikar í Edinborgarsal, Fleetwood Mac Heiðurstónleikar til styrkar Unicef. VEstfirskir tónlistarmenn koma saman til að heiðra einu þekktustu rokkhljómsveit 7 áratugsins. 

Miðaverð er 2500

Miðapantanir í síma: 8660855 

 

Miðvikudagur 23. mars

13:00
Páskaleikur á Náttúrugripasafninu í Bolungarvík

Lifandi páskaungar og þrautaleikur fyrir börn frá 0 til 14 ára. Verðlaun fyrir þá sem klára.

16:00
Setning Skíðaviku í miðbæ Ísafjarðar

Setning skíðaviku í miðbæ Ísafjarðar. Lúðrasveit Tónlistarskóla ísafjarðar marserar ásamt meðlimum úr skíðafélagi Ísfirðinga frá Ísafjarðarkirkju kl 16:00 niður í bæ þar sem setningin fer fram. Skíðafélag Ísfirðinga selur heitt kakó og pönnsur.

17:00
Sprettganga Craft Sport

Sprettganga Craft Sport í miðbæ Ísafjarðar. Sprettgangan byggir á langri hefð, en þar er keppt í gönguskíðaspretti í miðbænum. Útsláttarfyrirkomulag er á keppninni og aðal málið er að hafa gaman af.

21:00
Rolling Stones heiðurstónleikar í Edinborgarhúsinu

Vestfirskt tónlistarfólk leikur og syngur lög Rolling stones. 

Guðmundur Hjaltarson-Gítar og söngur, Hjörtur Traustason - söngur, Hlynur Kristjánsson-Bassi, Jón Mar Össurarson-tommur, Stefán Freyr Baldursson-gítar, Stefán Steinar Jónsson-hljómborð og söngur og sunneva Halldóru og Sigurðardóttir söngur 

Miðasala hefstá fimmtudaginn 3 mars á Tix.is, miðaverð: 3000 kr

21:00
Lára Rúnars á hótel Ísafirði

Lára Rúnars spilar á hótel Ísafirði 

23:00
Áskell House party dexux West Coast í Krúsinni
Áskell House party dexux West Coast,  Hér byrja páskarnir..Áskell ætlar að gera all vitlaust Í Krúsinni og hita liðið vel upp fyrir páskana.  Frítt inn og tilboð á barnum.
 

Fimmtudagur 24. mars

10:00
Samflot í sundlaug Bolungarvíkur

 Samflot í Sundlaug Bolungarvíkur - musteri vatns og vellíðunar.

 

11:00
Páskaeggjamót í körfubolta

Körfuknattleiksdeild Vestra og Nói Síríus halda sitt árlega 2 á 2 páskaeggjamót í íþróttahúsinu Torfnesi. Café Karfa opið á sama tíma þar sem seldar verða belgískar vöfflur og annað ljúffengt bakkelsi til styrktar yngri flokkum deildarinnar. Á sama tíma verður glæsilegur kökubasar í Samkaupum til styrktar yngri flokkum deildarinnar.

11:00
Messa í Hnífsdal

Fermingarmessa í Hnífsdalskapellu.

11:00
Fjallaskíðamót á Seljalandsdal

Fjallaskiðamótið byrjar og endar við gönguskíðaskálann á Seljalandsdal. Farið verður frá skálanum og upp í Skál og til baka. Breyting gerð vegna snjóalaga.Skráning hjá Hjalta og Siggu Láru á f12@simnet.is og á staðnum. Verð kr. 1000.

13:00
Skíðaskotfimi á Seljalandsdal

Á Seljalandsdal verður keppt í skíðaskotfimi sem á ensku kallast ýmist Biathlon eða Norwegian drive-by. Enginn þarf að vera sérfræðingur til að taka þátt, hvorki á gönguskíðum né í skotfimi og er lofað mjög hóflegri keppnishörku. Hægt verður að fara prufuhring í brautinni fyrir keppni gegn mjög vægu gjaldi. Keppnin er opin öllum 15 ára og eldri, en þeir sem eru á aldrinum 15-18 ára þurfa þó að hafa skriflegt leyfi forráðamanns. Skráning fer fram á staðnum.

13:00
Páskaleikur á Náttúrugripasafninu í Bolungarvík

Páskaleikur á Náttúrugripasafninu í Bolungarvík. Lifandi páskaungar og þrautaleikur fyrir börn frá 0 til 14 ára. Verðlaun fyrir þá sem klára.

14:00
Messa í Ísafjarðarkirkju

 Fermingarmessa í Ísafjarðarkirkju.

16:00
Listasýning í Safnahúsinu

 Ólöf Dómhildur opnar listasýningu í sal Listasafns Ísafjarðar 

 

20:00
Kótilettu- og hæfileikakvöld

Kótilettu- og hæfileikakvöld í Félagheimilinu í Bolungarvík. Húsið opnar 19:30 og borðhald kl 20:00. Það verður svokallaður opinn mæk og hvetjum við sérstaklega þá sem vilja koma sér á framfæri að mæta og stíga á stokk. Hægt er að redda undirleik á staðnum.

20:00
Rolling Stones heiðurstónleikar í Edinborgarhúsinu

Vestfirskt tónlistarfólk leikur og syngur lög Rolling stones. 

Guðmundur Hjaltarson-Gítar og söngur, Hjörtur Traustason - söngur, Hlynur Kristjánsson-Bassi, Jón Mar Össurarson-tommur, Stefán Freyr Baldursson-gítar, Stefán Steinar Jónsson-hljómborð og söngur og sunneva Halldóru og Sigurðardóttir söngur 

Miðasala hefstá fimmtudaginn 3 mars á TRX.is, miðaverð: 3000 kr

20:00
Helgistund í Flateyrarkirkju

Helgistund í Flateyrarkirkju, altarisganga og söngur. Kirkjukór Önundarfjarðar leiðir söng undir stjórn Dagnýjar Arnalds organista

 

21:00
Rúnar Eff áHúsinu

Rúnar Eff spilar á Húsinu

21:00
Upphitun AFES í krúsinni

 Upphitun AFES,  GKR og Óli Dóri eiga þetta kvöld.  Frítt inn

Föstudagur 25. mars

10:00
Helgiganga frá Flateyri í Holt

Helgiganga frá Flateyri í Holt. Lagt er af stað kl.10 frá Flateyrarkirkju og gengið í Holt. Boðið verður uppá súpu og brauð í Friðarsetrinu að leiðarlokum.  Fólk verður aðstoða við að komast aftur í bíla sína.  Ókeypis og allir velkomnir

11:00
Furðufatadagur í Tungudal

Löng hefð er fyrir því að fjölskyldan skemmti sér saman í Tungudal á föstudaginn langa. Fólk er hvatt til að mæta uppáklætt. Kveikt verður í grillinu um kl 11:30. börnin geta látið mála sig við undirleik lifandi tónlistar og sælgæti mun rigna af himnum ofan. Íþróttaálfurinn, Goggi Mega og Siggi sæti munu mæta á svæðið kl 13:00

11:00
Hólskirkja í Bolungarvík

Lesið verður úr Passíusálmum Hallgríms Péturssonar í Hólskirkju í Bolungarvík á föstudaginn langa.

 

12:00
Vestfirskur Listamarkaður
Vestfirskur Listamarkaður 12:00-16:00, Skátaheimilinu Ísafirði ( beint á móti Húsasmiðjunni).
Listafólkið í félagi Vestfirskra listamanna verður með alvestfirskan listamarkað á föstudaginn langa í Skátaheimilinu Ísafirði. List beint frá listamanni er besta fjárfestingin. Fjölbreytt úrval af myndum til bóka og geisladiska og allt þar á milli kring
13:00
Kardemommubærinn
 
Höfrungur leikdeild sýnir hið vinsæla fjölskylduleikrit Kardemommubærinn í Félagsheimilinu á Þingeyri. Miðasala hefst föstudaginn 11. mars. Miðasölusími: 864 2974 Miðverð 2.900 kr.
14:00
Undiryfirborðstónlist í Sundlaug Bolungarvíkur

 Undiryfirborðstónlist í Sundlaug Bolungarvíkur - musteri vatns og vellíðunar.

 

15:00
Rokkfundur Alþýðunnar

Rokkfundur Alþýðunnar í Alþýðuhúsinu á Ísafirði, sem nú hýsir Ísafjarðarbíó.

16:00
Krossljósastund í kapellu Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði

Krossljósastund í kapellu Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði

16:00
Barnaball með Páli Óskari

Páll Óskar heldur barnaball í Edinborgarhúsinu, stanslaust stuð.

17:00
Kardemommubærinn

Höfrungur leikdeild sýnir hið vinsæla fjölskylduleikrit Kardemommubærinn í Félagsheimilinu á Þingeyri. Miðasala hefst föstudaginn 11. mars. Miðasölusími: 864 2974 Miðverð 2.900 kr.

20:00
Aldrei fór ég suður

Rokkhátíðin Aldrei fór ég suður haldin í 12. sinn og að þessu sinni í nýju húsnæði rækjuvinnslunnar Kampa.

23:59
Dansleikur með Páli Óskari í Edinborg

Dansleikur með Páli Óskari verður haldinn í Edinborg

23:59
Dj Matti Rás 2 Á Húsinu

Dj Matti Rás 2 heldur uppi stuðinu á Húsinu

23:59
Þýsk/bandaríska DJ duóið Wonkers- Beint frá Berlín í Krúsinni

Þýsk/bandaríska DJ duóið Wonkers- Beint frá Berlín-í Krúsinni og  dansað verður upp í rjáfur.

Forsala 1500 kall við hurð 1800

Aldurstakmark 18 ár

Laugardagur 26. mars

10:00
Íþrótta- og leikjadagur Höfrungs

Íþrótta- og leikjadagur Höfrungs í Íþróttamiðstöð Þingeyrar. Í boði verður þrautaplan fyrir börnin, páskaeggjaleit, körfubolti og fótbolti fyrir alla

11:00
Fjölskyldudagur á Seljalandsdal

Fjölskyldudagur á Seljalandsdal. Fólk er hvatt til að mæta uppáklætt. Kveikt verður í grillinu um hádegi

12:00
Páskaeggjamót á Seljalandsdal

Páskaeggjamót HG á Seljalandsdal fyrri börn fædd 2004 og síðar

12:00
Kynning á starfsemi Örnu Mjólkurvinnslu í Bolungarvík

Mjólkurvinnslan Arna opnar dyrnar á gátt og býður áhugasömum í heimsókn til sín að Hafnargötu 80 í Bolungarvík. Gestum og gangandi verður boðið að rölta í gegnum verksmiðjuna þar sem þeim gefst kostur á að svala forvitni sinni gagnvart öllu því sem vekur áhuga þeirra. Fulltrúar Örnufjölskyldunnar verða á staðnum og til umræðu um allt milli himins og jarðar auk þess sem allir verða að sjálfsögðu leystir út með smakki. kíkið við hjá okkur milli 12:00-15:00 og látið lokkandi ilminn af alvöru pokasíuðu skyri leiða ykkur inn í páskana. Við hlökkum til að sjá ykkur !

13:00
Páskaleikur á Náttúrugripasafninu í Bolungarvík

Páskaleikur á Náttúrugripasafninu í Bolungarvík. Lifandi páskaungar og þrautaleikur fyrir börn frá 0 til 14 ára. Verðlaun fyrir þá sem klára.

13:00
Messa i Flateyrarkirkju

Fermingarmessa í Flateyrarkirkju. Kirkjukór Önundarfjarðar syngur undir stjórn Dagnýjar Arnalds organista

13:30
Garpamót á Seljalandsdal

Garpamót í göngu, fyrir fólk 30 ára og eldri, skráningar fara fram á staðnum

14:00
Kardemommubærinn

Höfrungur leikdeild sýnir hið vinsæla fjölskylduleikrit Kardemommubærinn í Félagsheimilinu Þingeyri. Miðasala hefst föstudaginn 11. mars. Miðasölusími: 864 2974 Miðverð 2.900 kr

14:00
Páskabingó kvenfélagsins Brynju á Flateyri

Kvenfélagið Brynja á Flateyri verður með sitt árlega páskabingó í íþróttahúsinu á Flateyri. Að venju verða margir góðir vinningar. Engin posi á staðnum! Mætum og styrkjum gott málefni.

14:00
Tónleikar í sundlauginni á Suðureyri
66°Norður fagnar 90 ára afmælinu í sundlauginni á Suðureyri.
Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður á Ísafirði mun standa yfir 24.-26. Mars, á páskunum eins og undanfarin ár og er 66°Norður nýr samstarfsaðili hátíðarinnar. 66°Norður mun kynna Aldrei fór ég suður húfukollu sem var sérstaklega framleidd fyrir hátíðina sem verður seld á meðan hátíðinni stendur sem hluti af fjármögnun hátíðarinnar en tónlistarhátíðin er alfarið unnin í sjálfboðastarfi sem reiðir á framlög fyrirtækja af margvíslegu tagi.
Það var árið 1926 á Suðureyri við Súgandafjörð sem Hans Kristjánsson stofnaði Sjóklæðagerðina sem í dag er betur þekkt sem 66°Norður. Fyrirtækið fagnar því 90 ára afmæli í ár og mun fyrirtækið af því tilefni vera með svokallað „off-venue“ eða utandagskrár viðburð í sundlauginni á Suðureyri þar sem hljómsveitirnar Rythmatik, Valdimar Guðmundsson og band og Lára Rúnars og band munu spila á bakkanum á meðan sundgestir slaka á í pottunum. Tónleikarnir í sundlauginni á Suðureyri hefjast kl. 14 og standa til kl. 16 og fá gestir frítt í sund á meðan þessu stendur.  
 
16:00
Heimkomuhátíð á Ísafirði

Hátíðinni er ætlað að kynna þau fyrirtæki og einyrkja sem starfa á norðanverðum Vestfjörðum. Einnig verður kynning á öðrum þáttum sem hafa áhrif á búsetu, hvað það er sem gerir samfélagið okkar að góðum stað til að búa á. Okkur langar til að sýna íbúum svæðisins, brottfluttum og aðkomufólki hvað atvinnulífið er fjölbreytt og hversu mikla möguleika nútímasamfélagið hefur upp á að bjóða. Heimkomuhátíðin hlaut hvatningarverðlaun SFS árið 2015, en þeir sem til greina til að fá verðlaunin eru allir þeir sem hafa lagt sitt af mörkum til að bæta og efla íslenskan sjávarútveg með einum eða öðrum hætti.

16:00
Snorri Helgason á Húsinu

Snorri Helgason spilar á Húsinu

17:00
Súputónleikar í Krúsinni
Súputónleikar í Krúsinni,  Sjávarréttasúpa ala Tjöruhúsið   verð kr 1.700,-
Eggert Nielson og Gummi Hjalta ylja gestum með völdum lögum úr smiðju Johnny Cash
 Bara mæta eins og þú ert-ekkert stress...Borðapantanir óþarfar
20:00
Aldrei fór ég suður

Rokkhátíðin Aldrei fór ég suður haldin í 12. sinn og að þessu sinni í nýju húsnæði rækjuvinnslunnar Kampa.

21:00
Páskabingó í Simbahöllinni

Páskabingó í Simbahöllinni á Þingeyri.

23:00
Dansleikur í Edinborg

Flottasta line upp ársins  Agent Fresco, Úlfur Úlfur og Glowie spila á Edinborg, aldurstakmark 18 ár
miðaverð kr 3000, forsala á tix.is

23:00
President Bongó í Krúsinni

Hver annar en President Bongó- Fastagestur um Páska á Ísó verður í Krúsinni

Krúsin Forsala 1500 við hurð 1800

Aldurstakmark 18 ár

23:59
Dj Óli Dóri á Húsinu

Dj Óli Dóri heldur upp stuðinu á Húsinu

Sunnudagur 27. mars

10:00
Samflot í sundlaug Bolungarvíkur

 Samflot í Sundlaug Bolungarvíkur - musteri vatns og vellíðunar.

 

11:00
Páskamessa á Suðureyri

 Páskamessa í Suðureyrarkirkju. Kirkjukór Suðureyrar syngur undir stjórn Margrétar Gunnarsdóttur organista

11:00
Messa í Ísafjarðarkirkju

Páskamessa í Ísafjarðarkirkju.

12:00
páskaeggjamót HG í Tungudal

Páskaeggjamót HG fyrir börn fædd 2004 og síðar

14:00
Garpamót í Tungudal

Garpamót í samhliðasvigi, fyrir fólk 30 ára og eldra, skráningar fara fram á staðnum

14:00
Páskastelpustuð á Seljalandsdal

Við stelpurnar á Ísafirði ætlum að fara saman á gönguskíði, tökum okkur stöðu á Seljalandsdal kl 14:00 og prófum Fossavatnssporið. Hver og einn finnur sinn hraða og gengur þá vegalengd sem hentar henni þann daginn, það eina sem þarf að hugsa um er að njóta. Sumar vilja kannski taka með sér nesti og stoppa á leiðinni.

14:00
Páskamessa í Holti

Páskamessa í Holtskirkju. Kirkjukór Önundarfjarðar syngur undir stjórn Dagnýjar Arnalds organista

 

16:00
Valdimar Guðmundsson og Örn Eldjárn á Húsinu

Valdimar Guðmundsson og Örn Eldjárn spila á Húsinu

21:00
Uppistand á Húsinu

Hugleikur Dagsson og Saga Garðars vera með uppistand á Húsinu

23:59
Dansleikur í Edinborg

Hljómsveitin Apollo ásamt Eyþóri Inga mun halda uppi fjörinu á stórdansleik í Edinborgarhúsinu. Apollo hefur ákveðið að taka skóna af hillunni fyrir þennan einstaka viðburð og verður engu til sparað. Búast má við þrusustemningu og óvæntum atriðum. Miðaverð í forsölu á tix.is er 2.500 kr. en 3.000 kr. við hurð. Ballið hefst á miðnætti og lýkur kl. 04:00.

23:59
Blazroca og vinir á Húsinu

Blazroca og vinir halda uppi stuðinu á Húsinu

23:59
Amabadama í Krúsinni

 Páska-Partý aldarinnar, Amaba Dama...og gestir....Þetta er alvöru!

Aldurstakmark: 18 ár Forsala 2500 hurð 3000